18.2.2025 | 14:05
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Organ-Matinée
Laugardagur 5. apríl 2025 kl. 12 /
Saturday April 5th at 12 hrs.
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju orgel / organ
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900
Efnisskrá : Orgelverk tengd föstutímanum
Johann Sebastian Bach 16851750
Fuge g-moll BWV 578
Erbarm dich mein, o Herre Gott BWV 721
O Mensch, bewein dein Sünde groß BWV 622
Fantasia und fuge g-moll BWV 5
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:58
Boðunardagur Maríu / The Annunciation of Mary
AFTANSÖNGUR/Choral evensong
Boðunardagur Maríu /
The Annunciation of Mary
Sunnudagur 30. mars 2025 kl. 17 / Sunday March 30th at 17 hrs.
Kór Hallgrímskirkju / The Choir of Hallgrímskirkja
Steinar Logi Helgason stjórnandi / conductor
Björn Steinar Sólbergsson orgel / organ
Ókeypis aðgangur / Free entry
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:51
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT 2024. Hallgrímskirkja
Gamlársdagur 31. desember kl. 16.00
Flytjendur:North Atlantic Brass Quintet og Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju.
Kveðjum gamla árið og tökum vel á móti hinu nýja.
Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegra tóna með Birni Steinari Sólbergssyni og North Atlantic Brass Quintet í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins.
North Atlantic Brass er málmblásarakvintett sem var stofnaður árið 2019 í Kaupmannahöfn af nemendum frá Íslandi og Danmerku við Konunglega Tónlistarháskólann þar í borg.
Kvintettinn hefur síðastliðin fimm ár fest sig í sessi á kammermúsíksviðinu í Danmörku og heldur reglulega tónleika þar um allt land en á ferlinum hefur hann einnig leikið tónleika á Íslandi, Englandi og í Bandaríkjunum.
Kvintettinn leggur áherslu á fjölbreitt verkefnaval, allt frá endurreisnartónlist til þess að flytja frumsamin verk fyrir hópinn. Einnig er honum norræni þjóðlagaarfurinn hugleikinn og er sú tónlist reglulega flutt á tónleikum í þeirra eigin útsetningum.
Sumarið 2024 tók kvintettinn þátt í alþjóðlegri kammermúsíkkeppni í Los Angeles, Ryan Anthony Memorial Competition, þar sem hann bar sigur úr býtum. Þar léku þeir verk eftir bandarísk og dönsk tónskáld.
Meðlimir kvintettsins eru allir mjög virkir tónlistarmenn í Danmörku og leika reglulega með hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit danska ríkisútvarpisins, Dönsku Óperuhljómsveitinni, Copenhagen Phil, Sinfóníuhljómsveitinni í Malmö og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.
Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.
Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS.
Hallgrímsskirkja Þinn tónleikastaður!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:41
Fæðing Frelsarans / La Nativité du Seigneur. Olivier Messien
Orgeltónleikar á annan í jólum, 26 desember 2024, kl. 17.
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju flytur eitt frægasta orgelverk allra tíma hið magnaða La Nativité du seigneur eða Fæðing frelsarans. Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen.
La Nativité du Seigneur Fæðing Freslsarans er án efa þekktasta og mest leikna verk sem Olivier Messiaen samdi fyrir orgel. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar það um atburði jólanna og tileinkaði Messiaen verkið sérstaklega Maríu Guðsmóður. Verkið er níu hugleiðingar og í því fáum við að upplifa þekkt minni fagnaðarboðskaps jólanna; María syngur vögguvísu fyrir nýfætt Jesúbarnið, gleðisöngur englanna - hinna himnesku hersveita, fögnuður hirðanna sem dansa og leika á hjarðpípur, úlfaldalest vitringanna líður áfram í næturhúminu og fylgir Betlehemstjörninni og lotning vitringanna þegar þeir krjúpa fyrir hinum nýfædda frelsara. En jafnframt eru djúpar guðfræðilegar hugsanir eins og í köflunum; Fyrirheit, Orðið, Jesús sættir sig við þjáningu og Börn Guðs.
Verkið var samið í Grenoble 1934 og myndar ákveðinn vendipunkt í tónsmíðaferli Messiaens. Þetta var fram að þeim tíma langlengsta orgelverkið hans og þar kynnti hann nýjungar sem áttu eftir að skapa honum sérstöðu meðal tónskálda.
La Nativité du Seigneur Fæðing Frelsarans
Níu hugleiðingar fyrir orgel
1. La Vierge et l´Enfant - Meyjan og barnið
2. Les Bergers Hirðarnir
3. Deissens éternelles Fyrirheit
4. Le Verbe Orðið
5. Les Enfants de Dieu - Börn Guðs
6. Les Anges Englarnir
7. Jésus accepte la souffrance - Jesús sættir sig við þjáningu
8. Les Mages Vitringarnir
9. Dieu parmi nous - Guð meðal vor
1. Meyjan og barnið
Jesaja 7,14. Jesaja 9,5. Sakaría 9,9.
Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Fagna mjög, dóttirin Síon, lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem. Sjá, konungur þinn kemur til þín. Réttlátur er hann og lítillátur.
Þessi hugleiðing er þrískipt. Í upphafi og endi horfir hin unga móðir á hinn nýfædda son sinn með aðdáun. Í miðkaflanum dansar hún af fögnuði og þar heyrist skreytt útgáfa af Gregor-söngnum, Puer natus est nobis Barn er oss fætt!
2. Hirðarnir
Lúkas 2,16 og 20
Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð.
Byrjunin er hæg. Við sjáum fyrir okkur hirðana þar sem þeir krjúpa fyrir framan Jesúbarnið og úti fyrir glitra stjörnurnar á himnum. Síðar rísa þeir upp og halda aftur dansandi út í hagana, leikandi á hjarðpípur sínar.
3. Fyrirheit
Efesusbréfið 1,5
Fyrir fram ákvað hann að gera oss að börnum sínum í Jesú Kristi.
Sá var náðarvilji hans.
Hægur kafli Guð hefur ætlað okkur hlutdeild í eilífðinni.
4. Orðið
Sálmarnir 2,7. Jóhannes 1,1
Ég vil kunngjöra úrskurð Drottins, hann sagði við mig: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Miðja verksins og undirstaða boðskapar jólanna - Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.
5. Börn Guðs
Jóhannes 1.12. Galatabréf 4,6
En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. En þar eð þið eruð börn, þá hefur Guð sent anda sonar síns í hjörtu okkar sem hrópar: Abba, faðir!
Gleðidans hins Kristna manns sem er sannfærður um frelsun sína.
6. Englarnir
Lúkas 2,13-14
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum.
Fyrsti fagnaðarsöngur jólanna, Gloria in excelsis sunginn af englunum.
7. Jesús sættir sig við þjáningu
Hebreabréfið 10,5-7
Því er það að Kristur segir þegar hann kemur í heiminn: Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað en líkama hefur þú búið mér. Brennifórnir og syndafórnir geðjuðust þér ekki. Þá sagði ég: Sjá, ég er kominn til að gera vilja þinn.
Jesús svarar kalli Föðurins og undirgengst fórnina fyrir mannkynið.
8. Vitringarnir
Matteus 2,9
Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög.
Tignarleg úlfaldalestin líður hægt yfir eyðimörkina. Það er nótt og stjörnurnar tindra, en bjartast skín stjarnan sem á eftir að leiða þá til Betlehem.
9. Guð meðal vor
Síraksbók 24,9-10. Jóhannes 1,14. Lúkas 1,46-47
Hann skóp mig í öndverðu á undan heimi og menn munu um aldur minnast mín.
Ég þjónaði honum í helgri tjaldbúð Og þér mun veitast gleði og fögnuður og margir munu gleðjast vegna fæðingar hans. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss. Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
Þessi hugleiðing er í þremur hlutum.
1) Kraftmikið stef sem stendur fyrir Orðið sem kemur frá Föðurnum og verður hold.
2) Kærleiksstef altarisgangan þar sem Kristur sameinast Kirkjunni.
3) Gleðistef lofsöngur Maríu túlkaður með fuglasöng.
Stefin þrjú eru þróuð og fléttuð saman. Í lok kaflans heyrum við svo glæsilega
tokkötu sem líkur verkinu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:35
ALLRA HEILAGRA MESSA
Sunnudagur 3. nóvember 2024 kl. 17
Hljómeyki. Stefan Sand stjórnandi
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Sönghópurinn Hljómeyki hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu 23. mars árið 1974. Hljómeyki skipaði sér þegar í fremstu röð íslenskra kóra og hefur á þeim áratugum sem liðnir eru flutt ógrynni verka af margvíslegu tagi allt frá fjölradda kórmúsík endurreisnarinnar til íslenskrar rokktónlistar samtímans. Kórinn var í samvinnu við Sumartónleika í Skálholti um árabil og frumflutti þar tugi verka eftir mörg helstu tónskáld landsins. Kórinn tekur iðulega þátt í öðrum tónlistarhátíðum, svo sem Myrkum músíkdögum, Norrænum músíkdögum og Reykholtshátíð. Hljómeyki hlaut silfurverðlaun í Grand Prix kórakeppninni í Tours í Frakklandi árið 2010. Hljómeyki hefur nokkrum sinnum tekið þátt í óperuflutningi og má þar nefna Dídó og Eneas eftir Purcell, Orfeus og Evridísi eftir Gluck, Orfeo eftir Monteverdi, Carmen eftir Bizet og Porgy og Bess eftir Gershwin. Síðastnefndu verkin söng kórinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hljómeyki hefur komið reglulega fram með hljómsveitinni á undanförnum árum, síðast með verk Hildar Guðnadóttur, Fact of the Matter í október 2024. Þá hefur Hljómeyki komið fram með hljómsveitunum Todmobile, Sólstöfum, Skálmöld og Dúndurfréttum. Hljómeyki hefur gefið út sex geisladiska með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Jón Nordal og Sigurð Sævarsson. Árið 2019 gaf kórinn út tvo diska á Spotify með alíslensku efni. Hljómeyki hefur einnig verið frumkvöðull í flutningi stærri rússneskra verka, m.a. Náttsöngva Rakhmaninovs, Kórkonsert Schnittkes, Púskinsveig eftir Sviridov og nú síðast stórvirkið Path of Miracles eftir Joby Talbot.
Kórinn hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt með glæsilegum tónleikum í Hallgrímskirkju í apríl 2024. Á efnisskránni voru verk sem samin hafa verið fyrir kórinn og/eða kórinn frumflutt.
Stjórnandi Hljómeykis er Stefan Sand
Stefan Sand fæddist í Kaupmannahöfn árið 1995. Árið 2017 útskrifaðist hann sem píanóleikari og píanókennari frá Konunglega danska tónlistarháskólanum. Eftir útskrift kom Stefan til Reykjavíkur og lagði stund á nám við Listaháskóla Íslands á brautinni Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf. Hann lauk meistaraprófi þaðan 2021 og síðan meistaraprófi í tónsmíðum árið 2023 frá sama skóla, þar sem hann naut leiðsagnar Úlfars Inga Haraldssonar, Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar og Tryggva M. Baldvinssonar. Stefan hefur stundað nám í hljómsveitarstjórn hjá Frederik Støvring Olsen og Gunnsteini Ólafssyni og
kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni.
Stefan einbeitir sér í að miðla tónlist með samstarfi við aðrar listgreinar og listafólk eins og sést í verkefninu Look at the Music, 2021-2023. Verkefnið var í nánu samstarfi heyrandi og heyrnarlauss fólks, þar sem stefnt var að tónlistarupplifun sem veitti báðum hópum ánægju. Úr varð ferð um Norðurlönd 2023 þar sem mörg verk voru flutt bæði með táknmálseinsöngvurum og kammerkór.
Stefan fékk tilnefningu til Grímuverðlauna sem Sproti ársins 2024.
Sem kórstjóri vinnur Stefan bæði með eigin tónlist og annarra, þrátt fyrir að vera nýútskrifaður hefur hann þegar unnið sér sess bæði sem tónskáld og stjórnandi í íslensku listalífi og hefur skrifað verk fyrir ýmsa kóra og einsöngvara, meðal annars Háskólakórinn, Vox Feminae, Art Across Vocal Ensemble, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Hallveigu Rúnarsdóttur og Ólaf Frey Birkisson.
Stefan starfar sjálfstætt sem tónskáld og kórstjóri. Hann stjórnar nú þremur kórum í Reykjavík, Vox Feminae, Hljómeyki og Mótettukórnum.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS.
HALLGRÍMSKIRKJA ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:32
VÍGSLUTÓNLEIKAR FROBENIUS-KÓRORGELSINS
Hvítasunnudagur 19. maí kl. 17
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Matthías Harðarson orgel
Kór Hallgrímskirkju
Steinar Logi Helgason stjórnandi og orgel
Á Hvítasunnudag 19. maí verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður helgað í hátíðarmessu eftir gagngera endurbyggingu.
Kl. 17 sama dag verða vígslutónleikar þar sem flutt verða verk fyrir tvö orgel og kór.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt þar sem Frobenius kórorgelið fær að sýna nýjar hliðar og ótal nýja möguleika eftir endurbygginguna, bæði sem einleikshljóðfæri og einnig í meðleik með Klais orgelinu og Kór Hallgrímskirkju. Flutt verða einleiksverk fyrir orgel eftir Friedrich Wilhelm Zachow og Johann Bernhard Bach. Auk þess verð fluttir þættir úr messum fyrir tvö orgel og kór eftir tvo af organistum Notre Dame í París - ´Messe Solennelle´ eftir Louis Vierne og þættir úr glænýrri messu eftir Yves Castagnet - ´Messe Salve Regina´.
Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur tónskáld, ´Veni Sancte Spiritus´ sem samið er í tilefni af vígslu Frobenius kórorgelsins.
Flytjendur eru Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Matthías Harðarson orgelleikari, Kór Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri og orgelleikari.
Með endurgerð og stækkun kórorgelsins, vilja söfnuðurinn og gefendur heiðra minningu Hallgríms Péturssonar á 350 ára dánarártíð hans 2024.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum.
Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styrkja uppbyggingu orgelsins geta einnig millifært og er reikningsnúmerið eftirfarandi: 0133-26-009422 Kt: 590169-1969 Mikilvægt er að skrifa "Orgelsjóður" í útskýringu
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:29
NICOLAS DE GRIGNY AVE MARIS STELLA
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Cantores Islandiae
Ágúst Ingi Ágústsson stjórnandi
Ókeypis aðgangur
Efnisskrá:
Hymni Ave maris stella
Nicolas De Grigny (1672 1703)
Ave Maris Stella
Plein jeu à 5
Fugue à 4
Duo
Dialogue sur les grands jeux
Á Boðunardegi Maríu sunnudaginn 17. mars kl. 17:00 verða stuttir tónleikar þar sem Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju flytur Ave Maris Stella eftir franska barokktónskáldið Nicolas De Grigny ásamt sönghópnum Cantores Islandiae sem syngja Gregorska hymnan Ave Maris Stella undir stjórn Ágústs Inga Ágústsonar.
Í beinu framhaldi verður sunginn aftansöngur úr bókinni Íslenskur TÍÐASÖNGUR.
Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson og forsöngvari er Ágúst Ingi Ágústsson.
Kl. 16 sama dag verður opin æfing þar sem aftansöngurinn verður kynntur og undirbúinn.
Nicolas de Grigny fæddist 1672 í Reims í Frakklandi. Hann fæddist inn í fjölskyldu tónlistarmanna. Faðir hans, afi og frændi störfuðu sem organistar við dómkirkjuna í Reims. Árin 1693 til 1695 starfaði hann sem organisti klausturkirkju Saint Denis í París. Samtímis stundaði Grigny nám hjá Nicolas Lebègue, eins af mikilvægustu barokktónskáldum Frakklands. Árið 1695 giftist Grigny Marie-Magdeleine de France, dóttur kaupmanns í París. Svo virðist sem hann hafi snúið aftur til heimabæjar síns skömmu síðar: heimildir um fæðingu fyrsta sonar hans benda til þess að de Grigny hafi þegar verið í Reims árið 1696. Hjónin eignuðst sex börn til viðbótar.
1697 var Grigny skipaður organisti Notre-Dame de Reims, hinnar frægu dómkirkju borgarinnar þar sem franskir ââkonungar voru krýndir.
Árið 1699 gaf tónskáldið út Premier livre d'orgue [sem inniheldur messu og helstu hymna stórhátíða kirkjunnar].
Grigny lést árið 1703, langt fyrir aldur fram aðeins 31 árs að aldri. Livre d'orgue var endurútgefin árið 1711 og varð þekkt víða um Evrópu, ma. afrituð af Johann Sebastian Bach og Johann Gottfried Walther.
Ave Maris Stella eða ´Heill þér hafsins stjarna´ eins og Matthías Jochumsson kvað er hymni frá miðöldum sem oftast er eignaður Bernard de Clairvaux. Hymninn skipar stórann sess í helgihaldi kaþólsku kirkjunnar við aftansöng og á hátíðisdögum Maríu guðsmóður.
Víxlflutningur (in alternatim)
Sú hefð að flytja kirkjusönginn in alternatim, eða til skiptis milli söngvara og orgels, varð hin viðtekna venja á 15.-17. öld á Ítalíu, Spáni, Niðurlöndum og í Frakklandi. Í stað þess að syngja allan texta tiltekins söngs í guðsþjónustunni var versunum skipt milli orgelsins og kórsins. Í raun var einfaldlega um að ræða útfærslu á hinum hefðbundna víxlsöng þar sem versum var skipt milli tveggja kóra eða milli kórs og forsöngvara. Notast var við þetta fyrirkomulag jöfnum höndum í messunni og tíðasöngnum en það var sérstaklega algengt við flutning á lofsöng Maríu. Tilgangurinn var að auka á fjölbreytileikann og draga úr einhæfni auk þess að hvetja til íhugunar. Þessi víxlflutningur gerði töluverðar kröfur til organistans sem þurfti að geta reitt fram fjölmörg spunnin tónverk á orgelið á milli hinna sungnu versa. Þannig gat organisti við tiltekna kirkju þurft að spinna allt að 100 tónverk á dag og hann gat þurft að spila um 400 guðsþjónustur á ári hverju. Þetta hafði í för með sér mjög hraða þróun í bæði spuna- og tónsmíðatækni, sem og orgelsmíði. Þessi hefð festi sig svo rækilega í sessi í kaþólsku kirkjunni að árið 1600 gaf Clemens VIII páfi út tilskipun þar sem beinlínis voru gefin fyrirmæli um að syngja skyldi tiltekna söngva in alternatim en einnig var kveðið á um það hvaða söngva mætti ekki flytja með þessu móti. Fyrirmæli páfa voru á þá leið að hljóðfæratónlistin skyldi auka við áhrif textans bæði þess texta sem tónlistin leysti af hólmi og þess sem sunginn var á móti. In alternatim hefðin var við lýði allt til upphafs 20. aldar þegar hún var alfarið lögð af með tilskipun Píusar X páfa árið 1903.
Tíðagjörð á sér fornar rætur í trúariðkun Gyðingdóms og kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni.
Hér á landi hefur tíðagjörðin verið þekkt alla tíð. Í klaustrum, dómkirkjum og höfuðkirkjum. Eftir siðbót var tíðasöngur sunginn á biskupsstólum og latínuskólunum. Smám saman komu þó rímaðir sálmar við alþýðleg lög í stað lofsöngva biblíunnar.
Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldannna, enduróm af bænum og söngvum kynslóðanna.
Aftansöngur á aðfangadag og á gamlárskvöld er hluti af þessari arfleifð.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands.
Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.
Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS.
Sönghópurinn Cantores Islandiae var stofnaður í Reykjavík haustið 2018 af Ágústi Inga Ágústssyni og Gísla Jóhanni Grétarssyni. Hópurinn leggur áherslu á gregorssöng í verkefnavali sínu en einskorðar sig þó ekki við hann. Stjórnandi kórsins er Ágúst Ingi, en hann hefur lagt stund á gregorssöng um nokkurt skeið. Ágúst Ingi starfaði sem organisti hjá kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði árin 1993-2000 og var stjórnandi gregorskórsins Cantores Iutlandiae í Danmörku árin 2011-2017. Meðal nýlegra verkefna Cantores Islandiae er fyrsti flutningur á Messe de Nostre Dame eftir 14. aldar tónskáldið Guillaume de Machaut með upprunahljóðfærum, Vespro della Beata Vergine eftir Claudio Monteverdi og hljóðritun á söng úr íslensku handriti frá 15. öld fyrir Stofnun Árna Magnússonar."
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:29
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
Gamlársdagur 31. desember 2023kl. 16
Verið velkomin á Hátíðarhljóma við áramót er við kveðjum gamla árið og tökum vel á móti hinu nýja.
Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegara tóna fyrir orgel og trompet í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins.
Flytjendur eru Jóhann Nardeau trompetleikari og
Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju.
Sérstakir gestir: Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 13:28
Jólin með Bach. 2023
26. desember Annar í jólum kl. 17
Björn Steinar Sólbergsson, orgel Hallgrímskirkja
Björn Steinar flytur auk þess 6 sálmforleiki Bachs úr Litlu orgelbókinni Orgelbüchlein.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)