Björn byrjar Orgelsumarið 2010

Björn Steinar Sólbergsson / HallgrímskirkjuTónleikaröðin Alþjóðlegt Orgelsumar 2010 í Hallgrímskirkju, sem haldin er undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju, hefst n.k. laugardag með hádegistónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista við Hallgrímskirkju. Þetta er 18. sumarið sem orgelhátíð er haldin í Hallgrímskirkju yfir sumartímann, en tónleikaröðina stofnaði Hörður Áskelsson organisti við Hallgrímskirkju sumarið eftir að Klais-orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. Vegna mikillar eftirspurnar ferðamanna eftir tónleikum í kirkjunni byrjar tónleikatímabilið í ár fyrr en áður með hádegistónleikum á laugardögum allan júnímánuð og sunnudagstónleikum frá 27. júní.

Upphafstónleikar Alþjóðlega orgelsumarsins laugardaginn 5. júní kl. 12 eru í höndum Björns Steinars Sólbergssonar, organista við Hallgrímskirkju og skólastjóra Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Björn Steinar stundaði framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi hjá Susan Landale. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og leikið einleik m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á efnisskránni eru verk eftir íslensk og frönsk tónskáld ásamt Pièce d’orgue eftir J.S. Bach.

Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Listavinafélags Hallgrímskirkju, www.listvinafelag.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óttarlega er myndin eitthvað uppgufuð....!! Reyni að breyta því!!  tutu

Hrefna Harðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband