Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju 12. febrúar kl. 12:00 - 13:00

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir mánaðarlegum hádegistónleikum þetta starfsárið.
Í þessari tónleikarröð mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju m.a. flytja öll verk úr Orgelbüchlein eftir Johann Sebastian Bach í tengslum við kirkjuárið og að þessu sinni bera þeir yfirskriftina „Áramót og Þrettándinn“.
Þá mun Björn Steinar einnig flytja Brúðkaupið í Kana úr fjórum bíblíudönsum eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben.

Sr.Jón Dalbú Hróbjartsson mun flytja ávarp og lesa úr ritningunni.

Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum við kirkjudyr til styrktar Listvinafélagi Hallgrímskirkju.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband