10.12.2011 | 17:22
Orgeljól - Orgel fyrir alla.
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju stendur fyrir orgeltónleikum fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni "ORGEL FYRIR ALLA- ORGELJÓL" laugardaginn 10. desember kl. 14 (ath. nýjan tíma).
Björn Steinar Sólbergsson organisti við Hallgrímskirkju flytur orgelverk tengd jólum og aðventu og á efnisskránni er franskt Noël, "Slá þú hjartans hörpustrengi" eftir J.S. Bach, "Hirðarnir" úr Fæðingu frelsarans eftir Messiaen (sem er afmælisbarn dagsins) og Pastorale og Final úr orgelsónötu nr. 1 í d-moll eftir Alexandre Guilmant.
Listvinafélagið hefur löngun til að kynna töfra orgelsins, sem oft er nefnt drottning hljóðfæranna, fyrir stærri hópi áheyrenda og býður því nemendum og börnum ókeypis aðgang. Kynnir á tónleikunum er Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju.
Nánari uppl.: http://listvinafelag.is/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.