Tónleikar: Orgel fyrir alla alla. Þekktustu orgelverkin

Kæru listvinir Listvinafélags Hallgrímskirkju
Nú er komið að síðustu tónleikum 30. starfsársins, en þeir verða laugardaginn 10. nóvember kl. 14.
Björn Steinar Sólbergsson leikur vinsælustu orgelverkin, m.a Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach, hina þekktu Widor tokkötu úr 5. orgelsinfóníunni og umskrift af Máríuversi Páls Ísólfssonar.

Þetta eru um hálftíma langir tónleikar með stuttum kynningum, sem hugsaðir eru fyrir alla fjölskylduna og verður Hörður Áskelsson kynnir. Sl. sumar sóttu yfir 4000 manns orgeltónleika í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélagsins og erum við himinlifandi yfir góðri aðsókn og velheppnuðu tónleikasumri.
Við hvetjum listvini til að eiga góða stund með orgelinu og taka vini með, því markmið Listvinafélagsins er að stækka hóp íslenskra orgeláheyrenda!
Miðaverð er 1500 kr en 1000 kr fyrir listvini. Ókeypis er fyrir börn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband