Hátíđarhljómar viđ áramót 31.12.12 kl. 17.00

hatidarhljomarSíđustu tónleikar ársins 2012 hér á Íslandi verđa ađ venju í Hallgrímskirkju á gamlársdag, 31. desember, kl. 17:00 Ţađ er í 20. sinn ađ Listvinafélag Hallgrímskirkju býđur upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíđarhljómar viđ áramót, en lúđraţytur og trumbursláttur hafa um aldir tengst hátíđum. Fyrirmyndir ţess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, ţar sem Drottinn er lofađur međ bumbum og málmgjöllum. Lúđraköll – fanfarar tengjast bćđi konunglegum lífvörđum og herkvađningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa ţessi hljóđfćri međal annars veriđ notuđ ţegar upprrisu Krists er fagnađ á páskum og međ dýrđarsöng englanna á Betlehemsvöllum.

Ađ ţessu sinni eru ţađ trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, pákuleikarinn Frank Aarnink og orgelleikarinn Björn Steinar Sólbergsson sem leika saman verk sem flest eiga uppruna sinn á barokktímabilinu. Á efnisskránni eru fanfarar og hátíđleg tónlist. Međal ţeirra eru Forleikur ađ Te Deum eftir Charpentier (EBU lagiđ) og Forleikur ađ Flugeldasvítunni eftir Händel. Ţá leikur Björn Steinar hina ţekktu Tokkötu sem er lokakaflinn í 5. orgelsinfóníu Widors. Ţá má ekki gleyma hinu frćga Adagio eftir Albinoni sem Ítalinn Giazotto umritađi.

Miđasala er í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, opiđ kl. 9:00 - 17:00.
Miđaverđ er 3000/2500 kr en 1500 kr fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

http://www.facebook.com/events/498136223542149/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband