Fréttatilkynning frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju.  Orgeltónleikar - barokkjól! Jólatónlistarhátíđ Hallgrímskirkju lýkur međ tvennum tónleikum, sunnudaginn 29. des međ orgeltónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista viđ Hallgrímskirkju og Hátíđarhljómum viđ áramót á Gamlársdag kl. 17. Á tónleikum sínum flytur Björn Steinar orgelverk eftir J.S. Bach, Dietrich Buxtehude og Louis Claudio D'Aquin, tengd jólum. Miđasala er viđ innganginn og er almennt miđaverđ 2500 kr. en 1000 kr. fyrir listvini. Björn Steinar Sólbergsson er organisti viđ Hallgrímskirkju í Reykjavík og tekur virkan ţátt í blómlegu listastarfi kirkjunnar. Hann er einnig skólastjóri viđ Tónskóla Ţjóđkirkjunnar ţar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Björn Steinar stundađi tónlistarnám viđ Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla ţjóđkirkjunnar í Reykjavík. Međal kennara hans ţar voru Haukur Guđlaugsson og Fríđa Lárusdóttir. Framhaldsnám stundađi hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi viđ Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale ţar sem hann útskrifađist međ einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) áriđ 1986. Hann starfađi sem organisti viđ Akureyrarkirkju í 20 ár ţar sem hann vann markvisst ađ uppbyggingu tónlistarstarfs viđ kirkjuna. Björn Steinar hefur haldiđ fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og leikiđ einleik međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norđurlands og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóđritađ fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverđlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverđlaunin 2001 og var valinn bćjarlistamađur Akureyrar 2002. Á ţessu ári hefur Björn Steinar komiđ fram á tónleikum á Íslandi, í Ţýskalandi, Finnlandi og á Ítalíu. |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.