Messiaen 2008 - Aldarminning

Tónlistarmenn um heim allan minnast franska tónskáldsins, organistans og fuglafræðingsins Oliviers Messiaens 10. desember næstkomandi en þá verða 100 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins sem telst tvímælalaust til eins merkasta tónskálds 20. aldarinnar. Rás 1 mun halda upp á afmæli Messiaens með margvíslegum hætti næstu daga. Sunnudaginn 5. desember klukkan 13:00 verður fluttur þáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur: Í garðinum þar sem ástin sefur. Þar verður brugðið upp svipmynd af tónskáldinu og rætt við íslenska tónlistarmenn um Messiaen. Miðvikudagskvöldið 10. desember klukkan 20:00 verður bein útsending úr Hallgrímskirkju af tónleikum Listvinafélags Hallgrímskirkju í samvinnu við Rás 1. Þar mun Björn Steinar Sólbergsson leika Níu hugleiðingar um fæðingu Frelsarans, eitt þekktasta orgelverk Messiaen en verkið er nokkurs konar hugleiðing um fagnarboðskap jólanna. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill.

 

 

Pour fêter les 100 ans de la naissance d’Olivier Messiaen, célèbre compositeur et organiste français, ce sont 27 pays et 147 villes à travers le monde qui ont organisé tout au long de l’année 2008 plus de 700 concerts reprenant la plupart des oeuvres de celui que l’on surnommait "le Bach du XXème siècle".

Le 10 décembre à 20h, Hallgrímskirkja accueillera un concert ouvert à tous au cours duquel sera jouée "La Nativité du Seigneur" par Björn Steinar Sólbergsson, organiste officiel de la cathédrale depuis 2006. La performance sera diffusée en direct sur la radio Rás 1.

 

http://www.ambafrance-is.org
http://www.ruv.is/


CV

Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikararpróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.

Hann var ráðinn organisti við Akureyrarkirkju haustið 1986 og vann í 21 ár markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.

Haustið 2006 var Björn Steinar ráðinn í starf organista við Hallgrímskirkju og vorið 2007 var hann ráðinn sem skólastjóri við Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik.

Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis, m.a. á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Lettlandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Kanada og Bandaríkjunum.
Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hvarvetna hlotið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. 

Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar.
Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002.

 

Björn Steinar Sólbergsson was born in Akranes, in the west of Iceland in 1961. In 1981 he completed his studies at the National Church School of Music, majoring in the organ, before studying for a year in Rome with James E. Goëttsche. Björn Steinar then moved to France where he studied with Susan Landale at the Conservatoire National de Musique de Rueil Malmaison and received the Prix de Virtuosité in the summer of 1986.
The same year he was appointed organist in Akureyri Church, in the north of Iceland. He has been very active in the music life of Akureyri. He serves as chairman of The Akureyri Church Art Society, and has been in charge of the Summer Concerts series in The Akureyri Church.
In autumn 2006, he was appointed organist in Hallgrímskirkja in Reykjavík. He is also headmaster of the National Church School of Music in Reykjavík.
Björn Steinar plays organ music from all periods as well as Icelandic organ music and arrangements of Scandinavian folk-songs and dances.
His recordings of organ and choir music have been released on several CD´s and broadcasted on Icelandic State Radio and TV. 
He received the DV- Cultural-prize for the year 1999, Icelandic Optimism-prize in 2001 and he was The Akureyri Artist of the Year 2002.
Björn Steinar has given concerts in North America, all over Europe and performed as a soloist with the Icelandic Symphony Orchestra, the Akureyri Chamber Orchestra and the Cleveland Institute of Music Orchestra.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband