25.6.2016 | 18:26
Alþjóðleg orgelhátíð 26. júní kl. 17.00
Organisti komandi helgar á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju er Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar. Björn Steinar er einhver allra færasti organisti landsins, menntaður í Frakklandi og endurspeglar efnisskrá hans að þessu sinni bæði fósturjörðina og hinn franska orgelskóla, en Björn mun leika verk eftir Guilmant, Viérne, Widor og Duruflé í bland við íslensk verk, þar á meðal sjálfa Tokkötu Jóns Nordal og síðast en ekki síst mun hann frumflytja glænýtt orgelverk eftir Hreiðar Inga.
https://www.facebook.com/events/601064696734386/
http://listvinafelag.is/nytt-verk-hreidars-inga-frumflutt-i-islenskri-viku-a-althjodlegu-orgelsumri/
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2016 | 18:22
Hallgrímskirkja 25.júní kl. 12.00
Organisti komandi helgar á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju er Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar. Björn Steinar er einhver allra færasti organisti landsins, menntaður í Frakklandi og endurspeglar efnisskrá hans að þessu sinni bæði fósturjörðina og hinn franska orgelskóla með verkum eftir Viérne, Jón Hlöðver Áskelsson og Huga Guðmundsson en Björn Steinar mun einnig leika Piece d'orgue eftir sjálfan J. S. Bach.
https://www.facebook.com/events/278959269161511/
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2016 | 16:07
Friday 1. April. 2016
BJØRN STEINAR
SOLBERGSSON
http://www.orgelkraft.no/solbergsson
FREDAG 1. APRIL
Det var egentlig selvsagt at vi skulle hente Björn Steinar Sólbergsson til Orgelkraft. Vi ville nemlig framføre et verk av Jon Leifs, den beryktede orgelkonserten fra 1930. Blant Björn Steinars mange CD-innspillinger, finner vi dette islandske verket.
Björn Steinar er organist i Hallgrímskirkja, det kjente landemerket i Reykjavík. Han har studert i Italia og Frankrike, og vært organist i Akureyri før han altså flyttet sin virksomhet til Reykjavik hvor han også er rektor for kirkemusikkskolen.
Björn Steinar har opptrådt over hele Europa, i USA, Canada og Norden. I år spiller han på Island, i Norge, USA, Kroatia og Tsjekkia.
It seemed an obvious choice to invite Björn Steinar Solbergson to Orgelkraft, as we aimed to present a piece by Jon Leifs - the infamous Organ Concerto from 1930. Among Björn Steinar's many CD recordings, this piece is to be found.
Björn Steinar is the organist of Hallgrímskirkja, the spectacular landmark of Reykjavik. He studied in Italy and France, and had a very active period as organist in Akureyri before he moved to Reykjavik where he also is headmaster of the Church music school.
Björn Steinar has toured over all Europe, in USA, Canada and the Scandinavian countries. This year he performs in Norway, USA, Croatia and Czechia.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2016 | 20:23
Orgelkraft FRIDAY 01. APR 19:30 STAVANGER KONSERTHUS
Orgelkraft er en tre dagers festival rundt orgelet i Stavanger konserthus. Programmet tar i bruk hele huset og spenner fra klassiske høydepunkter til orgelnatt med elektronika, rock og samtidsmusikk.
http://www.orgelkraft.no/fredag1/
FREDAG 1. APRIL kl 19:30
Konsert med Stavanger Symfoniorkester og tre sterke internasjonale solister. Ny komposisjon av Nils Henrik Asheim med solisten Wu Wei på sheng, kinesisk munnorgel. Orgelkonsert av Jon Leifs, solist Björn Steinar Solbergsson. Franz Liszts "Ad Nos", solist Christian Schmitt.
Tónlist | Breytt 12.3.2016 kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2015 | 12:21
Hátíðarhljómar um áramót
Á Gamlársdag verða dregnir upp lúðrar og pákur og áramótin spiluð inn að vanda við hrífandi orgelundirleik. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, sem leysir Hörð Áskelsson af í þetta sinn flytja glæsileg hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Purcell, Bach og Albinoni. Þessir gríðarlega vinsælu tónleikar hefjast kl. 17.00. Aðgangseyrir er 3.500 krónur, hálfvirði fyrir listvini.
Miðar á tónleikana fást á midi.is, í Hallgrímskirkju, s. 510 1000 og við innganginn.
Þetta er í 23. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Áramótastemmningin byrjar með hátíðarhljómum þeirra félaga, enda njóta þessir tónleikar gríðarlegra vinsælda og hafa þeir leikið fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992. Björn Steinar Sólbergsson leysir Hörð Áskelsson kantor Hallgrímskirkju af á þessum tónleikum. Lúðraþytur og trumbursláttur hafa um aldir tengst hátíðum. Fyrirmyndir þess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn er lofaður með bumbum og málmgjöllum. Lúðraköll fanfarar tengjast bæði konunglegum lífvörðum og herkvaðningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa þessi hljóðfæri meðal annars verið notuð þegar upprrisu Krists er fagnað á páskum og með dýrðarsöng englanna á Betlehemsvöllum.
Flest verkin eiga uppruna sinn á barokktímabilinu. Á efnisskránni eru fanfarar og hátíðleg tónlist. Meðal þeirra eru Forleikur að Te Deum eftir Charpentier (EBU lagið) Björn Steinar leikur hina þekktu Tokkötu í d-moll eftir Bach. Þá má ekki gleyma hinu fræga Adagio eftir Albinoni sem Ítalinn Giazotto umritaði.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 23:51
Fæðing frelsarans / La Nativité du Seigneur - Olivier Messiaën
Þann 27. desember mun Björn Steinar Sólbergsson, leika
La Nativité du seigneur Fæðing frelsarans.
Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messian á Klaisorgel Hallgrímskirkju. Um er að ræða eitt frægasta orgelverk allra tíma, dulúðugt og áhrifamikið. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00, aðgangseyrir er 2.500 krónur og fá listvinir 50% afslátt. Missið ekki af Birni Steinari í fantaformi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2015 | 11:10
Orgeltónleikar í Ísafjarðarkirkju
Þriðjudagskvöldið 15. desember klukkan 20.00 verða aðventutónleikar í Ísafjarðarkirkju.
Þar mun einn besti orgelleikari landsins, Björn Steinar Sólbergsson leika á orgel kirkjunnar þekkt verk eftir Bach, Buxtehude, Balbastre og
D´Aquin. Allt eru þetta barokkverk, sem tengjast aðventu og jólum.
Aðgangseyrir er krónur eitt þúsund. Ókeypis er fyrir börn og unglinga.
Tónleikar þessir eru haldnir í tilefni þess að orgel Ísafjarðarkirkju hefur verið hreinsað og endurstillt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2015 | 22:57
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 28.nóv. - 31.des. 2015
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2015 | 17:47
Hallgrímskirkja orgeltónleikar laugardag 28.11.15 kl. 12-12.30
Upptaktur að fallegri stemningu í Hallgrímskirkju á aðventunni.
Veni redemptor gentium
Nú kemur heimsins hjálparráð
Laugardagur 28. nóvember
kl. 12:00 - 12:30
Björn Steinar Sólbergsson leikur aðventutónlist eftir Bach og Guilmant.
http://listvinafelag.is/jolatonlistarhatid
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2015 | 11:32
Basler Münster, Switzerland 15.11.15, 18.00hrs
Björn Steinar Sólbergsson (Reykjavik),
Orgel Schola cantorum Reykjavik - Ltg.: Hörður Askelsson
Bach, Mendelssohn Bartholdy, Alain, Pärt,MacMillan, Tavener und isländische Komponisten
15.11.2015 - 18 Uhr
https://www.facebook.com/baslermuensterkonzerte
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)