Organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju.

StóriKlaisBjörn Steinar Sólbergsson er organisti Hallgrímskirkju og tónlistarstjóri kirkjunnar frá 1. júní 2021. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju samţykkti ađ hann leiđi tónlistarstarfiđ enda er hann heimamađur í kirkjunni, ásamt ţví ađ vera eftirsóttur konsertorganisti og skólastjóri Tónskóla ţjóđkirkjunnar.

 

Björn Steinar var ráđinn til Hallgrímskirkju sem organisti áriđ 2006. Hann stundađi tónlistar­nám viđ Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla ţjóđkirkjunnar í Reykjavík. Framhaldsnám á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi viđ Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale ţar sem hann útskrifađist međ einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) áriđ 1986.

Hann starfađi sem organisti viđ Akureyrarkirkju í 20 ár. Björn Steinar hefur haldiđ fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norđurlöndunum, í Evrópu, Kanada og Norđur-Ameríku. Hann hefur leikiđ einleik međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóđritađ fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfs­sonar hjá Skálholtsútgáfunni og Orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtćkinu BIS.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband